2.19.100.1, 2019-09-24 11:32:22
Datenschutzerklärung

Yfirlýsing um gagnavernd.

A. Ábyrgur aðili
Það er okkur sönn ánægja að þú heimsækir vefsvæði á vegum Volkswagen AG, Berliner Ring 2, 38440 Wolfsburg, Þýskalandi, netfang: carnet-support@volkswagen.de, skráð hjá fyrirtækjaskrá héraðsdóms í Braunschweig undir nr. HRB 100484 („Volkswagen AG“) og sýnir þar með fyrirtæki okkar og vörum áhuga.Hér veitum við upplýsingar um söfnun, úrvinnslu og notkun persónuupplýsinga þinna.

B. Almennar upplýsingar, skráningargögn
Ávallt er hægt að skoða vefsvæði Volkswagen AG án þess að gefa upp hver notandinn er.

Við fáum þá eingöngu eftirfarandi skráningargögn sjálfkrafa:

 • nafnlaust auðkenni vafraköku sem ekki er hægt að rekja til IP-tölu þinnar,
 • stýrikerfið sem þú notar, vafrann sem þú notar og skjáupplausnina sem þú ert með stillt á,
 • dagsetningu og tíma heimsóknar,
 • vefsvæði sem þú hefur skoðað hjá okkur og
 • vefsvæðið sem þú komst til okkar frá.

Nema annað sé tekið fram hér á eftir fer vinnsla persónuupplýsinga eingöngu fram hjá Volkswagen AG.

C. Söfnun, vinnsla og notkun persónuupplýsinga þinna
Til persónuupplýsinga þinna teljast meðal annars upplýsingar á borð við nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang.Persónuupplýsingum er eingöngu safnað, unnið úr þeim og/eða þær notaðar ef þú lætur okkur þær í té að eigin frumkvæði, t.d. vegna gerðar, efnislegrar útfærslu eða breytinga á samningi milli þín og okkar eða vegna skráningar í persónusniðinni þjónustu, eða ef þú sendir okkur fyrirspurn í gegnum vefsvæðið.Persónuupplýsingar þínar eru ekki notaðar í öðru skyni nema að þú hafir áður veitt samþykki þitt fyrir slíku, t.d. til að fá auglýsingar og taka þátt í markaðsrannsóknum.

I. Pöntun á útgefnu efni og fréttabréfi
Á þessu vefsvæði getur þú pantað fréttabréf og annað útgefið efni frá Volkswagen AG (t.d. ársskýrslur) og sent inn fyrirspurnir með ósk um að haft verði samband við þig.Söfnun, vinnsla og notkun persónuupplýsinga sem gefnar eru upp í þessu samhengi fer eingöngu fram í því skyni að veita viðkomandi þjónustu að því marki sem þú hefur veitt samþykki þitt fyrir.Við þetta notar Volkswagen AG svokallaða„Double-Opt-In“-aðferð.Hún felur í sér að sendur er tölvupóstur á tilgreint netfang þar sem beðið er um að samþykki sé staðfest.Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt gagnvart Volkswagen AG án endurgjalds og með framvirkum hætti, t.d. með því að senda tölvupóst á eftirfarandi netfang: datenschutz@volkswagen.de.

Á þessari vefsíðu er hægt að panta útgefið efni á borð við vörulista frá Volkswagen AG.Til þess þarf að gefa upp eftirfarandi persónuupplýsingar:Eftirnafn, fornafn, heimilisfang.Volkswagen AG (í samstarfi við vinnsluaðila) notar þessar upplýsingar eingöngu við gerð, efnislega útfærslu eða breytingar á endurgjaldslausum samningi milli þín og okkar um pöntun á útgefnu efni (skv. b-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).Þegar umbeðið efni hefur verið afhent er skráðu upplýsingunum eytt, nema í þeim tilvikum þar sem kveðið er á um lengri varðveislutíma (t.d. varðveislutíma vegna skatta).

Þessi vefsíða býður einnig upp á þann möguleika að panta fréttabréf.Við notum upplýsingarnar sem safnað er í þessu samhengi (netfang og e.t.v. einnig fornafn og eftirnafn) eingöngu í þeim tilgangi að veita þjónustuna að því marki sem þú hefur veitt samþykki þitt fyrir (skv. a-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).Við þetta notar Volkswagen AG svokallaða„Double-Opt-In“-aðferð.Hún felur í sér að sendur er tölvupóstur á tilgreint netfang þar sem beðið er um að samþykki sé staðfest.Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt gagnvart Volkswagen AG án endurgjalds og með framvirkum hætti, t.d. með tenglinum „Hætta í áskrift“ sem er að finna í hverju fréttabréfi eða á eftirfarandi vefsíðu: https://datenschutz.volkswagen.de.Þegar þú hættir í áskrift að fréttabréfinu er persónuupplýsingum þínum eytt, nema í þeim tilvikum þar sem kveðið er á um lengri varðveislutíma (t.d. varðveislutíma vegna skatta).Fréttabréfið er sent út í samstarfi við vinnsluaðila gagna.

II.Reynsluakstur
Ef þú hefur áhuga á bíl frá okkur getur þú óskað eftir því að fá að reynsluaka honum í gegnum vefsíðu okkar.Í þessu skyni skráir Volkswagen AG eftirfarandi persónuupplýsingar og miðlar þeim áfram til þjónustuaðila að þínu vali:nafn, titill, ávarp, netfang; einnig er skráð símanúmer ef þú óskar eftir því að valinn þjónustuaðili hafi samband við þig símleiðis.Þessi söfnun og miðlun gagna fer fram á grundvelli samningsgerðar (skv. b-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar) vegna framkvæmdar reynsluaksturs hjá völdum þjónustuaðila.Þjónustuaðilinn notar gögnin sem er miðlað til hans í því skyni að hafa samband við þig með þeirri samskiptaleið sem þú kýst.Þegar upplýsingunum sem þú gafst upp hefur verið miðlað til þjónustuaðila er þeim eytt hjá Volkswagen AG.Þjónustuaðilinn eyðir gögnunum þegar reynsluaksturinn hefur farið fram, nema í þeim tilvikum þar sem kveðið er á um lengri varðveislutíma (t.d. varðveislutíma vegna skatta).

Miðlun gagna
Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila fer aðeins fram ef slíkt er nauðsynlegt, einkum vegna framkvæmdar samnings.Þetta á til dæmis við þegar þjónustan Google Maps frá Google Inc.(„Google“) er notuð til að finna söluaðila sem er síðan sýndur á korti.
Nálgast má frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Google með eftirfarandi tengli:

III.Yfirlýsing um samþykki fyrir auglýsingum og markaðsrannsóknum
Ef þú vilt áfram fá sendar upplýsingar um vörur okkar getur þú pantað þessar auglýsingar.Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi upplýsingum vegna birtingar auglýsinga innan ramma samþykkisins sem þú veitir (skv. a-lið 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar):eftirnafni, fornafni, netfangi og/eða símanúmeri.Til að afla samþykkis notar Volkswagen AG svokallaða„Double-Opt-In“-aðferð.Hún felur í sér að sendur er tölvupóstur á tilgreint netfang þar sem beðið er um að samþykki sé staðfest.Upplýsingar um hvernig hægt er að afturkalla samþykki er að finna í liðnum „Réttindi þín“.

IV.Einstaklingsmiðaðar auglýsingar (miðun)
Volkswagen AG býr til vafratengd notendasnið til þess að geta birt einstaklingsmiðað efni og auglýsingar (skv. 3. mgr. 15. gr. þýskra laga um rafræna miðla).Með „vafratengd“ er átt við að ekki er hægt að bera kennsl á þig sem einstakling, heldur er eingöngu hægt að bera kennsl á vafrann þinn með því að nota auðkenni í vafrakökum.Vafrakökur eru litlar skrár með stillingagögnum sem eru vistaðar í tækinu sem þú notar.Eru þá skráðar upplýsingar um hvað notandi gerir á vefsíðunum sem hann skoðar (t.d um hvernig er vafrað, hvaða undirsíður netþjónustu eru skoðaðar, hvaða auglýsingaborða er smellt á o.s.frv.).Allt efni er vistað með gerviauðkenni.Það þýðir að hugsanlegum persónugreinanlegum atriðum er skipt út fyrir auðkenni í því skyni að útiloka eða torvelda umtalsvert að hægt sé að bera kennsl á skráða einstaklinginn.

Sniðupplýsingarnar innihalda viðskiptatengdar atferlisupplýsingar í takmörkuðu magni.Þær gera þannig kleift, án þess að gefa þurfi upp persónuupplýsingar, að reiknirit meti smelli notanda á vefsíðum Volkswagen í rauntíma og vinni með spár til þess að geta boðið upp á sérvaldar, persónusniðnar og viðeigandi auglýsingar og birt netauglýsingaherferðir á hnitmiðaðan hátt.

Flestir vafrar eru stilltir á að samþykkja allar vafrakökur sjálfkrafa.Þú getur hvenær sem er hafnað því að búið sé til notendasnið með gerviauðkenni, með framvirkum hætti, með því að stilla vafrann þannig að hann samþykki ýmist engar eða aðeins tilteknar vafrakökur eða þannig að látið sé vita um leið og vafrakökur eru sendar.Þetta getur leitt til þess að þú getir ekki nýtt þér alla eiginleika vefsvæða okkar til fulls.Þér stendur jafnframt til boða að andmæla vinnslu persónuupplýsinga með því að smella á eftirfarandi tengil:

Smelltu hér til að loka fyrir gagnasöfnun með gerviauðkenni.

Smelltu hér til að opna aftur fyrir gagnasöfnun með gerviauðkenni.

Athugaðu að andmæli í formi vafraköku virka aðeins ef vafrinn er stilltur á að leyfa notkun á vafrakökum.Ef þú eyðir vafrakökunni, notar annan vafra eða skiptir um tæki þarftu að andmæla gagnasöfnun með gerviauðkenni að nýju.Við vekjum athygli á því að ef þú eyðir öllum vafrakökum er ofangreindri vafraköku fyrir skráningu notendasniða með gerviauðkennum einnig eytt og setja þarf hana upp að nýju.Frekari upplýsingar um vafrakökur er að finna í reglum okkar um vafrakökur.

Til þess að geta endurbætt netþjónustu okkar stöðugt notum við þjónustu samstarfsaðila með svokallaðri innfellingu taga (e. „tag integration“).24.05.2018 voru samstarfsaðilarnir eftirfarandi:

 • AdForm
  AdForm býður upp á tækni fyrir sveigjanlega birtingu auglýsinga sem og eftirfylgni og eftirlit með auglýsingum og vistar upplýsingar í vafrakökum í allt að 60 daga.Nálgast má frekari upplýsingar um AdForm með tenglinum hér fyrir neðan, undir „General Practice“.
 • Evergage
  Evergage er persónusniðsverkfæri fyrir biðlara.Á grundvelli þeirrar úrvinnslu notkunarupplýsinga sem lýst er hér að ofan gerir þessi lausn kleift að birta persónusniðið efni án þess að persónuupplýsingar liggi fyrir
 • Sizmek
  Sizmek er þjónustuaðili sem sérhæfir sig í umsjón með auglýsingaherferðum.Vafrakökur vista upplýsingar fyrir eftirfylgni, eftirlit og bestun auglýsinga vegna miðunar og endurmiðunar (e. „targeting“ og „retargeting“) í allt að 90 daga.Nálgast má frekari upplýsingar um Sizmek með tenglinum hér fyrir neðan, undir „Gagnasöfnun sem fylgir þjónustu Sizmek“.
 • Sophus3
  Sophus3 býður upp á greiningu og bestun á vefsíðum.Nálgast má frekari upplýsingar um Sophus3 með tenglinum hér fyrir neðan.
 • Adobe AudienceManager
  Þessi lausn er notuð til að búa til og nota markhópa sem „Data Management Platform“ fyrir stafræna miðla.
 • Smart Signals
  Á grundvelli þeirrar úrvinnslu notkunarupplýsinga sem lýst er hér að ofan stjórnar Smart Signals birtingu persónusniðins efnis á vefsíðum Volkswagen.Það felur ekki í sér söfnun eða vinnslu persónuupplýsinga.
 • Ensighten
  Ensighten er svokallað „Tag Management Tool“ sem stjórnar innfellingu taga (e. „tag integration“) sem hér er lýst.Ensighten sjálft safnar engum persónuupplýsingum.

D. Rakningarverkfæri

I. Adobe Analytics
Þetta vefsvæði notar þjónustu Adobe (Analytics, SiteCatalyst og Dynamic Tag Manager) til þess að greina aðgang notenda að vefsvæðinu.Vinnsla persónuupplýsinga fer fram í þágu auglýsinga, markaðsrannsókna eða einstaklingsmiðaðrar framsetningar vefsvæðis okkar (skv. 3. mgr. 15. gr. þýskra laga um rafræna miðla).Greiningarþjónusta Adobe gerir okkur kleift að greina notkun á vefþjónustu Volkswagen og sjá þannig stöðugt hvar endurbóta er þörf.Greiningin tekur til dæmis til þess hvaða vefsíður eða þjónustu notendur heimsækja, hversu lengi notendur dvelja á síðum og hvernig þeir smella, þ.e. notkunarmynsturs sem er tæknilega rekjanlegt.Án þess að safna persónuupplýsingum sjáum við út frá notkuninni hvaða síður, efni eða vörur skipta gesti okkar mestu máli.

Söfnun notkunargagna er hluti af virkni þjónustunnar á þessu vefsvæði og ef markaðstengdar upplýsingar eru fyrir hendi eru þær einnig teknar með í greiningaraðgerðum.Athugið að hægt er að stjórna rakningu aðgerða og rakningu í auglýsingaskyni með aðskildum hætti.

Dynamic Tag Management frá Adobe býður okkur sem rekstraraðila vefsíðna upp á sveigjanlega tengingu og einfalda umsjón með þjónustum (t.d. markaðssetningarþjónustu Adobe) og bæta þannig samskiptin við hugsanlega viðskiptavini.„Tag“ er tiltekinn vefsíðukóði í forritunarmálinu JavaScript.Fella þarf hann inn á hverja HTML-síðu sem óskað er eftir til þess að kóðinn verði virkur þegar vefsíða er sótt.Adobe Dynamic Tag Management stjórnar innfellingu taga miðlægt og gerir kleift að fylgjast með því hvaða þjónusta er tengt á hvaða stað sem og að safna gögnum eða virkja þjónustu.

Í tengslum við greiningu með þjónustu frá Adobe eru vafrakökur vistaðar á tækinu þínu og þær notaðar til að safna upplýsingum sem eru einnig vistaðar á þjónum Adobe Systems Software Ireland Limited („Adobe“).Ekki er hægt að útiloka að Adobe Systems Incorporated með aðsetur í Bandaríkjunum hafi aðgang að gögnunum og hefur því verið gerður staðlaður samningur þar að lútandi samkvæmt kröfum Evrópusambandsins (viðeigandi verndarráðstafanir vegna vinnslu persónuupplýsinga í ríkjum utan Evrópusambandsins).Þú hefur rétt á að fá upplýsingar um þennan staðlaða samning.

Þú getur hvenær sem er andmælt söfnun og vinnslu persónuupplýsinga með framvirkum hætti eða valið „Opt out“ hjá Adobe með tenglinum hér fyrir neðan.Þér stendur jafnframt til boða að andmæla vinnslu persónuupplýsinga með því að smella á eftirfarandi tengil:

Smelltu hér til að andmæla vinnslu hjá Adobe Analytics.

Smelltu hér til að opna aftur fyrir vinnslu hjá Adobe Analytics.

Athugaðu að andmæli í formi „Opt-Out“-vafraköku virka aðeins ef vafrinn er stilltur á að leyfa notkun á vafrakökum.Ef þú eyðir þessari vafraköku, notar annan vafra eða skiptir um tæki þarftu að andmæla notkun Adobe Analytics að nýju.Við vekjum athygli á því að ef þú eyðir öllum vafrakökum er ofangreindri vafraköku einnig eytt og setja þarf hana upp að nýju.Frekari upplýsingar um vafrakökur er að finna í reglum okkar um vafrakökur.

Útilokað er að rekja upplýsingar sem eru vistaðar á þjónum Adobe beint til einstaklinga vegna þess að Adobe Analytics er notað með stillingunum „Before Geo-Lookup:Replace visitor’s last IP octet with 0“ og „Obfuscate IP-Removed“.Með stillingunni „Before Geo-Lookup:Replace visitor’s last IP octet with 0“ er séð til þess að IP-talan sé gerð ópersónugreinanleg áður en svokölluð staðarákvörðun fer fram með því að síðustu áttund IP-tölunnar er skipt út fyrir núll.Vegna tölfræðigreiningar er áætlaðri staðsetningu notandans bætt við rakningarpakkann, sem inniheldur einnig IP-töluna í heild sinni.Áður en rakningarpakkinn er vistaður er IP-tölunni svo skipt út fyrir staka, fasta IP-tölu – talað er um almenna IP-tölu í þessu sambandi – ef stillingin „Obfuscate IP –Removed“ er valin.IP-talan kemur þá ekki lengur fyrir í vistuðu gagnamengi.

E. Réttindi þín
Þú getur hvenær sem er nýtt þér eftirfarandi rétt þinn gagnvart Volkswagen AG þér að kostnaðarlausu.Nánari upplýsingar um hvernig þú getur neytt réttar þíns er að finna í lið F.

Réttur til leiðréttingar: Þú hefur rétt á að fara fram á að við leiðréttum rangar eða ófullnægjandi persónuupplýsingar um þig.

Réttur til eyðingar: Þú hefur rétt á að fara fram á að upplýsingum um þig sé eytt, að uppfylltum skilyrðum 17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar.Þú getur þá til dæmis farið fram á að upplýsingum um þig sé eytt ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra.Þú getur einnig farið fram á að upplýsingum sé eytt ef vinnsla okkar á upplýsingunum byggist á samþykki þínu og þú dregur samþykki þitt til baka.

Réttur til takmörkunar á vinnslu: Þú hefur rétt á að fara fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna verði takmörkuð þegar skilyrði 18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar eiga við.Um slíkt er meðal annars að ræða þegar þú vefengir að persónuupplýsingar þínar séu réttar.Þú getur þá farið fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé takmörkuð þar til staðfest hefur verið að þær séu réttar.

Andmælaréttur: Ef ekki eru lögmætar ástæður fyrir vinnslunni sem ganga framar hagsmunum þínum eða ef persónuupplýsingar þínar eru notaðar í þágu beinnar markaðssetningar hefur þú rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna.Andmæla má vinnslu þegar vinnslan er annaðhvort í þágu almannahagsmuna eða fer fram við beitingu opinbers valds eða á grundvelli lögmætra hagsmuna Volkswagen AG eða þriðja aðila.Ef þú andmælir vinnslu persónuupplýsinga þinna biðjum við þig að tilgreina ástæðurnar fyrir andmælunum.Þú hefur jafnframt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga í þágu beinnar markaðssetningar.Þetta á einnig við um gerð persónusniðs, að því marki sem hún tengist beinni markaðssetningu.

Réttur til að flytja eigin gögn: Ef vinnsla persónuupplýsinga byggist á samþykki eða samningi og er jafnframt sjálfvirk hefur þú rétt á að fá persónuupplýsingar þínar á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og senda þær til annars vinnsluaðila.

Réttur til að draga samþykki til baka: Ef vinnsla persónuupplýsinganna byggist á samþykki hefur þú hvenær sem er rétt á að draga samþykki þitt til baka með framvirkum hætti, þér að kostnaðarlausu.

Réttur til að leggja fram kvörtun: Þú hefur jafnframt rétt á að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi (t.d. Persónuvernd) vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.

F. Tengiliðir þínir

Tengiliðir þínir vegna nýtingar réttar þíns
Tengiliðir vegna nýtingar réttar þíns og frekari upplýsinga koma fram á vefsíðunni https://datenschutz.volkswagen.de.

Persónuverndarfulltrúi
Persónuverndarfulltrúi okkar er tengiliður þinn vegna alls sem tengist persónuvernd:

Persónuverndarfulltrúi Volkswagen AG
Berliner Ring 2, 38440 Wolfsburg, Þýskalandi

datenschutz@volkswagen.de.

Útgáfa:Júní 2018