2.19.100.1, 2019-09-24 11:32:22
Nutzungsbedingungen

Almennir notkunarskilmálar.

Farið hefur verið vandlega yfir allar upplýsingar sem koma fram á vefsíðum Volkswagen AG.Volkswagen AG leggur ríka áherslu á að efnið á þessum vefsíðum sé uppfært og rétt.Hins vegar er ekki hægt að ábyrgjast að vefsíðurnar séu ítarlegar, réttar og uppfærðar eða að ávallt sé hægt að nálgast þær.Ef veittar eru ráðleggingar eða meðmæli á vefsíðum Volkswagen AG er Volkswagen AG, óháð ábyrgð sem kann að leiða af samningi, einhverju sem gert er í óleyfi eða öðru lagaákvæði, ekki skylt að bæta tjón sem rekja má til þess að ráðleggingunum eða meðmælunum var fylgt.

Volkswagen AG kann að eigin ákvörðun, hvenær sem er og án fyrirvara að breyta efni á vefsíðum sínum eða taka þær úr birtingu.Ekki er skylt að halda efni á þessum vefsíðum ávallt uppfærðu.

Volkswagen AG ber ekki ábyrgð á efni og framboði á vefsíðum þriðju aðila sem hægt er að nálgast með ytri tenglum.Volkswagen AG firrir sig sérstaklega ábyrgð á hvers kyns efni sem varðar við hegningarlög, lög um ábyrgð eða samræmist ekki góðum siðum.

Volkswagen AG ber ekki ábyrgð á efni á vefsíðum þriðju aðila.Að því er varðar hvers kyns kröfur um bætur vegna tjóns eða kostnaðar af völdum sannanlegra vanefnda sem tengjast efni á vefsíðum okkar ber Volkswagen AG ábyrgð þegar um brot gegn meginskyldum samnings sökum minni háttar gáleysis er að ræða og takmarkast ábyrgðin þá við dæmigert tjón sem sjá má fyrir.Að öðru leyti er ábyrgð vegna vanefnda sökum minni háttar gáleysis útilokuð.Ofangreind takmörkun ábyrgðar gildir ekki þegar um hlutlæga ábyrgð og tjón af völdum banaslyss, líkams- eða heilsutjóns eða samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð er að ræða.

Við notkun á vefsíðum Volkswagen AG ber að virða höfundarrétt, nafnrétt og vörumerkjarétt og önnur lögvarin réttindi Volkswagen AG og þriðju aðila.Meðal þess sem nýtur verndar eru myndir, tónlist og vörumerki á borð við „Volkswagen“ og „Golf“ sem Volkswagen AG setur fram.Birting á vefsíðum Volkswagen AG felur ekki í sér veitingu leyfis eða annarra notkunarheimilda.Öll misnotkun á vefsíðum Volkswagen AG er óheimil, einkum er óheimilt að

  • sneiða hjá öryggisráðstöfunum,
  • nota búnað eða keyra forrit sem valdið geta skemmdum á búnaði eða bilunum, einkum með breytingum á efnislegri eða rökrænni uppbyggingu þjóna eða netkerfis Volkswagen AG eða annarra netkerfa,
  • fella vefsvæði Volkswagen AG eða hluta þeirra inn í annað efni á netinu, hvort sem er til einkanota eða í viðskiptaskyni, eða nýta þau í viðskiptaskyni.

Volkswagen er hvorki reiðubúið til né skylt að taka þátt í gerðardómsmeðferð í deilumálum vegna neytendaviðskipta.

Wolfsburg, júní 2017

Notkunarskilmálar ráðgjafar- og söluþjónustu.

Hér er að finna allar helstu upplýsingar um almenna notkunarskilmála fyrir ráðgjafar- og söluþjónustu Volkswagen.

1.Þjónusta og ábyrgð upplýsingaþjónustu
Upplýsingaþjónustan sem boðið er upp á með vefsíðum Volkswagen AG stendur notendum til boða með að meðaltali 97,5% aðgengi yfir árið.Volkswagen AG áskilur sér rétt til að bæta við eða skerða þjónustuna eða hluta hennar eða breyta eiginleikum hvenær sem er.

Með hönnunartólinu fyrir nýja bíla geta notendur sett saman bíl eftir eigin höfði.Á sölusvæði nýrra bíla er hægt að velja úr úrvali bíla sem hafa þegar verið framleiddir.Bæði fyrir bíla sem settir eru saman í hönnunartólinu og fyrir nýja bíla sem þegar er búið að framleiða standa til boða stæði í minni fyrir fimm bíla, svokölluðbílastæði, til þess að vista viðkomandi bíla ásamt ítarlegum upplýsingum í minni.Þessum gögnum er eytt sex mánuðum eftir að vistuðu gögnunum var síðast breytt.Ef notandi hefur látið okkur í té netfang sitt munum við senda tilkynningu þessa efnis í tölvupósti tveimur vikum áður.Volkswagen AG ábyrgist ekki að mögulegt verði að smíða bíla sem settir eru saman í hönnunartólinu.Nýir bílar á sölusvæði nýrra bíla kunna ekki að vera lengur í boði.Framboð á vörum í hönnunartólinu fyrir nýja bíla og á sölusvæði nýrra bíla er ekki skuldbindandi.

Volkswagen AG hefur tekið upplýsingarnar á þessum vefsíðum saman af kostgæfni og þær eru eingöngu ætlaðar til upplýsinga fyrir viðskiptavini.Þær eru ekki skuldbindandi og kann að vera breytt án fyrirvara.Volkswagen AG tekur enga ábyrgð að því er varðar mögulegar niðurstöður af notkun upplýsinganna, einkum með tilliti til þess hvort þær eru réttar, uppfærðar og ítarlegar.Vinsamlegast farið yfir upplýsingarnar áður en þær eru notaðar með einhverjum hætti.Aðeins er hægt að veita bindandi upplýsingar sem svör við tilteknum fyrirspurnum.

2.Þjónusta félaga innan samsteypunnar og annarra þriðju aðila
Vefsíður Volkswagen AG kunna að innihalda tengla á vefsíður á vegum þriðju aðila.Volkswagen AG gerir ekki tilkall til síðna þriðju aðila sem vísað er í með tenglum og ber ekki ábyrgð á efni þeirra.

Tiltekin upplýsingaþjónusta er veitt af samstarfsaðilum okkar.Vinsamlegast athugið að um þessa þjónustu gilda almennir viðskiptaskilmálar samstarfsaðila okkar.Volkswagen AG ber ekki ábyrgð á þessu efni; það er sameiginlegur skilningur aðila að þeir sem veita þessa utanaðkomandi þjónustu eru ekki fulltrúar Volkswagen AG.

Innan ramma ráðgjafar og söluþjónustu Volkswagen er hægt að fá óskuldbindandi tilboð í alhliða tryggingar og fjármögnun bíla hjá Volkswagen Bank og tryggingaþjónustu Volkswagen.Einnig er hægt að láta verðmeta bíla.Ráðgjafar- og söluþjónusta Volkswagen vísar þér þá til ytri þjónustuaðila.Verðmætið sem einhver samstarfsaðila okkar reiknar út kann að vera frábrugðið raunverulegu markaðsvirði bílsins eða því verði sem hægt er að fá fyrir notaða bíla á viðkomandi svæði.Af þessum sökum kann verð hjá samstarfsaðila Volkswagen að vera frábrugðið verðmatinu.Samstarfsaðili Volkswagen er ekki bundinn af slíku verðmati.

3.Leyfileg notkun þjónustu
Notandi skuldbindur sig til að virða höfundarrétt, nafnrétt og vörumerkjarétt sem og önnur lögvarin réttindi þriðju aðila.Meðal þess sem nýtur verndar er til dæmis allt efni á vefsíðum Volkswagen AG og vörumerki á borð við „Volkswagen“ og „Golf“.Ekki ber að líta svo á að vefsíðurnar og þessir almennu notkunarskilmálar feli í sér veitingu leyfis eða annarra réttinda vegna lögvarins réttar Volkswagen AG.

Notandi skuldbindur sig jafnframt til þess að misnota ekki þjónustuna með neinum hætti, einkum að sneiða ekki hjá neinum öryggisráðstöfunum upplýsingaþjónustunnar, nota ekki búnað eða keyra forrit sem valda eða kunna að valda skemmdum á búnaði eða bilunum hjá Volkswagen AG, einkum með breytingum á efnislegri eða rökrænni uppbyggingu þjóna eða netkerfis Volkswagen AG eða annarra netkerfa, fella upplýsingaþjónustuna eða hluta hennar inn í annað efni á netinu, hvort sem er til einkanota eða í viðskiptaskyni, eða nýta hana í viðskiptaskyni.

4.Samþykki fyrir notkun á vafrakökum
Volkswagen AG vistar vafrakökur hjá notendum þegar þeir heimsækja vefsíður okkar.Notandi getur sjálfur stillt hvort og að hve miklu leyti vafrakökur eru vistaðar í tölvu hans (yfirleitt í stillingum vafrans, t.d. Internet Explorer).Ef vafri notanda leyfir vafrakökur gerir Volkswagen AG ráð fyrir að notandi sé samþykkur slíku.Upplýsingar um persónuvernd er að finna á síðu okkar um persónuvernd viðskiptavina.

5.Skaðsemisábyrgð
Skaðsemisábyrgð Volkswagen AG tekur eingöngu til ásetnings, vítaverðs gáleysis, þess sem fellur undir lög um skaðsemisábyrgð og þess ef tilgreindir eiginleikar eru ekki fyrir hendi.Vegna minni háttar gáleysis gildir ábyrgð Volkswagen AG eingöngu ef um er að ræða vanefndir á meginskyldum (samkvæmt samningi) og takmarkast fjárhæð bótakrafna þá við tjón sem sjá má fyrir.

6.Lykilorð
Lykilorðið, sem er nauðsynlegt fyrir notkun og notandi velur sjálfur, má ekki innihalda áberandi endurtekningar á sama tákni og má ekki samanstanda af orðum og nöfnum sem eru á allra vitorði.Notandi skal halda lykilorði sínu leyndu til að forðast misnotkun.Hafi notandi ástæðu til að ætla að óviðkomandi aðilar hafi komist yfir lykilorðið verður hann að breyta því án tafar.Ef þriðji aðili notar þjónustuna með lykilorðinu eru skyldur notanda þær sömu og þegar um eigin notkun er að ræða.Þetta gildir ekki í þeim tilvikum þegar notandi er ekki ábyrgur fyrir aðgangi þriðja aðila.

7.Breytingar á veittri þjónustu og almennum notkunarskilmálum og riftun
Volkswagen AG er hvenær sem er heimilt að breyta almennu notkunarskilmálunum og þjónustunni sem boðið er upp á.Notendur eru upplýstir um breytingarnar tímanlega með tilkynningu á upphafssíðu viðkomandi þjónustu.Brjóti breytingar á almennu notkunarskilmálunum gegn réttindum þínum getur þú andmælt breytingunum innan tveggja vikna frá því þær eru gerðar.Ef ekki er andmælt innan þessa tíma taka breytingarnar á almennu notkunarskilmálunum gildi.Sé breytingunum andmælt innan þessara tímamarka gildir fyrri útgáfa almennu notkunarskilmálanna áfram.Volkswagen AG er hins vegar heimilt að loka fyrir aðgang notanda að þjónustunni í lok mánaðar með tveggja vikna fyrirvara.

8.Lögsaga
Um notkun þjónustunnar og þessa almennu notkunarskilmála gilda þýsk lög að undanskildum ákvæðum um lagaskil.